Húsreglur í Gróðurhúsinu ehf

Í Gróðuhúsinu viljum vinna framúrskarandi verk í frábæru rými í sátt og samlyndi.
Vinsamlegast gefðu þér eina mínútu til að skoða skilmála og skilyrði aðildar samfélags okkar.

Gróðuhúsið er ekki hversdagslegur vinnustaður heldur samfélag með skýran tilgang. Til að ganga úr skugga um að við séum öll á sömu blaðsíðu, biðjum við þig um að skrifa undir þessa skilmála. Lagaskilmálar og skilyrði eru hér að neðan, en við höfum fært helstu punktana á auðskilið form. Vinsamlegast lestu þetta vandlega.

Loforð okkar



Við metum mikils að hafa þig sem hluta af samfélaginu okkar og erum staðráðin í að gera allt sem við getum til að tryggja að þú og vinnufélagar þínir og gestir hafi aðgang að:

Kraftmikilum og skemmtilegum vinnustað sem er opinn mánudaga – föstudags, 8:00 – 18:00 (eða 24/7, allt eftir aðild þinni)

Líflegt vinnurými, öflugt internet, kaffi, og ýmsir aðrir drykkir

Áreynslulaus afnot af fundarherbergjum okkar ásamt elhúsum og næðisrýmum.

Frábært samfélag klárra, vinalegra og hjálpsamra einstaklinga.

Persónuleg innskráning á Gróðurhúss appið og aðgangur að netsamfélagshópum okkar

Allar upplýsingar sem þú þarft til að taka þátt í Gróðuhús-samfélaginu og tengdum viðburðum og athöfnum

Tækifæri til að halda eigin viðburði, þar á meðal námskeið, félagsfundi og vinnustofur

Heiðarleg skuldbinding um að þjóna þér eftir bestu getu. Sem sagt, við erum mannleg og mistök. Ef eitthvað fer úrskeiðis þykir okkur mjög leitt, en Gróðurhúsið ehf getur ekki borið lagalega ábyrgð á því sem miður fer .s.s. rafmagnsleysi eða að netsamband detti út. Við munum hins vegar gera allt sem við getum til að hjálpa þér að leysa málið.

Þín ábyrgð:





Gróðurhúsið er fyrst og fremst vinnustaður; Vinsamlegast gangið vel um rýmið og komið fram við aðra íbúa af virðingu og tillitssemi.
Þegar þú gengur út um dyrnar skaltu passa upp á að rýmið sé í sama ástandi (eða betra!) en það var þegar þú gekkst inn.

Dótið þitt er á þína ábyrgð. Það er þitt hlutverk að sjá til þess að þú skiljir ekkert eftir í Gróðurhúsinu þegar þú ferð, nema það sé A) á einkaskrifstofunni þinni B) á fasta skrifborðinu þínu eða C) í skápnum þínum. Ef þú gerir það ekki fer það í óskilamuni og svo í endurvinslu í framhaldi.

Tillitsemi er dyggð. Í Gróðuhúsinu höfum ekkert umburðarlyndi fyrir áreitni. Sérhver meðlimur og gestur ætti að upplifa sig velkominn í rýminu okkar, óháð kynþætti, kyni, kynhneigð, kynvitund, trúarbrögðum eða öðrum persónulegum eiginleikum eða skoðunum.

Hugsaðu áður en þú smellir. Gróðurhúsið ehf getur ekki borið ábyrgð á gögnum frá þriðja aðila, vefsíðum, tenglum eða þjónustu. Gakktu úr skugga um að þú hafir lesið og samþykkt skýra gagnatengingu okkar og netþjónustuskilmála.

Hafðu það löglegt. Við höfum ekkert umburðarlyndi gagnvart þeim sem notar rými Gróðurhússins ehf eða tækjabúnað þess til að stunda ólöglega starfsemi eða athafnir sem almennt eru álitnar meiðandi eða móðgandi.

Viðburðir eru frábærir; þangað til þeir eru það ekki. Það er þitt hlutverk að láta okkur vita fyrirfram áður en þú hýsir einhvern viðburð í Gróðuhúsinu.

Aðgengismál. Ef við höfum falið þér stafræna lykla til að komast inn í bygginguna og/eða Gróðurhúsið, höfum við gefið þér persónulega þann aðgang - ekki born, fjölskyldumeðlimi, félaga eða gesti. Haltu því aðganginum fyrir sjálfan þig og mundu að þú berð ábyrgð á þeim gestum sem þú hleypir inn.

Samskipti eru lykilatrið. Þú berð ábyrgð á að láta okkur vita strax ef þú glatar aðgangskóðanum þínum, einhverjar breytingar verða á tengiliða- og greiðsluupplýsingum þínum. Það er líka þína ábyrgð að lesa tölvupóstinn sem við sendum þér með breytingum á þjónustu okkar, gjöldum og öðrum uppfærslum.

Viðbótarskyldur ef þú ert með einkaskrifstofu eða fast borð







Gerðu rýmið þitt að þínu eigin! Sérsníddu hlutina eins og þú vilt - við elskum það.
Mundu bara að þú þarft að skila rýminu eins og þú tókst við því og berð allan kostnað við lagfæringar ef við þurfum að skipta um eða gera við eitthvað þegar þú flytur út.

Tveir eru veisla; þrír eru ættarmót. Ef fjöldi meðlima eða annarra gesta sem nota einkaskrifstofuna þína reglulega fer yfir þann fjölda sem úthlutað er á samningnum þínum þarftu að greiða fyrir það. Undir engum kringumstæðum má fjöldi notanda/gesta fara yfir tvöfaldan fjölda skrifborða á skrifstofunni þinni, óháð aðstæðum. 

Opnunartími Grósku

Mánudaga – fimmtudaga frá kl. 06:00 – 22:30 Föstudaga frá kl. 06:00 – 20:30 Laugardaga frá kl. 07:30 – 17:00 Sunnudaga frá kl. 08:00 – 16:00

Bílastæði