Gróska hugmyndahús er suðupottur nýsköpunar á Íslandi. Í Grósku býr öflugt samfélag þar sem höfuðáhersla er á aðstæður til samskipta og tengsla, hvort sem það er innan hússins eða við fræðasamfélag háskólasvæðisins. Gróska skapar umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika innan um auðugt mannlíf og menningu.
Leigurými fyrir framtíðina
Starfsemin

Hugmyndahús í Vatnsmýri
Í Grósku eru öflug fyrirtæki af öllum stærðum sem þróa hugmyndir sínar í skemmtilegu umhverfi. Staðsetningin ýtir jafnframt undir samstarf við háskóla á sviði tækniþróunar, rannsókna og nýsköpunar.
Uppbyggingin á svæðinu er gríðarleg og gerir Reykjavíkurborg ráð fyrir 2.450 nýjum íbúðum í Vatnsmýrinni fram til ársins 2024. Á Vísindagörðum búa einnig önnur fjölmenn fyrirtæki og stofnanir.
Gróska skapar umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika innan um auðugt mannlíf og menningu.
Gróska skapar umhverfi þar sem hugmyndir verða að veruleika innan um auðugt mannlíf og menningu.
Í FJÖLMIÐLUM




Umsagnir