Blog

/

News

Year of Icelandic Innovation

Year of Icelandic Innovation

Year of Icelandic Innovation

Árið 2023 markar sannarlega tímamót í nýsköpunarsögu Íslands. Í byrjun árs bárust fréttir af því að lyfjafyrirtækið Oculis sem byggir á áratuga rannsóknum innan Háskóla Íslands hafi verið skráð í Nasdaq kauphöllina í New York, fyrsta sprotafyrirtækið úr íslenskum háskóla sem er skráð á markað.

Í sumar bárust svo enn stærri fréttir þegar heilbrigðistæknifyrirtækið Kerecis var selt til danska lækningafyrirtækisins Coloplast fyrir 1,3 milljarða bandaríkjadala og varð þannig fyrsti einhyrningur Íslandssögunnar. Á einni nóttu varð þetta nýsköpunarfyrirtæki með rætur til Ísafjarðar verðmætara en Eimskip og Icelandair samanlagt.

Þessar árangurssögur sýna svart á hvítu hve mikilvæg nýsköpun er fyrir íslenskt hagkerfi og hversu mikil verðmæti geta falist í íslensku hugviti; hugviti sem Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra nýsköpunar hefur einsett sér að verði stærsta útflutningsgrein Íslands í framtíðinni.

En til að nýsköpun blómstri, hægt sé að auka líkurnar á að fleiri íslenskri spotar vaxi alþóðlega, fleiri íslenskir einhyrningar fæðist og draumar Áslaugar Örnu rætist þarf stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi að vera öflugt.

Þar gegnir KLAK-Icelandic startups lykilhlutverki. Félagið hefur stutt við íslenska nýsköpun í hartnær tvo áratugi og verður öflugra með hverju árinu sem líður.

KLAK styður 70-80 sprotafyrirtæki á ári í gegnum fjölmarga hraðla, vinnustofur og viðburði sem það stendur fyrir með það að meginmarkmiði að stuðla að framgangi sprotafyrirtækja með öllum tiltækum ráðum. 

Öll þessi þjónusta er frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að kostnaðarlausu og er greidd af öflugum bakhjörlum sem sjá sér hag í að styðja íslenska nýsköpun. Árið 2022 lögðu bakhjarlar KLAK til um 160 milljónir króna í rekstrarfé til að gera félaginu kleift að veita þjónustu sína endurgjaldslaust. Þeir sprotar sem nutu þjónustu KLAK árið 2022 hafa í kjölfar þátttöku í hröðlum og vinnustofum KLAK safnað yfir milljarði króna frá styrktarsjóðum og fagfjárfestum svo fjárfesting í þjálfun þessara sprota hefur skilað sér rúmlega sexfalt til baka.

Eitt af flaggskipum KLAK er frumkvöðlakeppnin Gulleggið sem félagið hefur haldið 16 sinnum frá árinu 2008. Markmiðið með keppninni er að stækka frumkvöðlasamfélagið á Íslandi og auka þekkingu á nýsköpun. Þar hafa mörg af efnilegustu fyrirtækjum landsins stigið sín fyrstu skref, meðal annars Controlant, Meniga og  Atmonia sem var hlaut nýsköpunarverðlaun Samorku árið 2023. Gulleggið bætti enn einni skrautfjöður í hatt sinn í haust þegar Pay Analytics sem hreppti Gulleggið árið 2016, þá einungis hugmynd á frumstigum, vann Nýsköpunarverðlaun Íslands 2023.

En það eru ekki bara peningar sem skila sér inn í íslenskt hagkerfi þegar íslensk sprotafyrirtæki vaxa út í heim, eru seld eða skráð á markað. Frumkvöðlarnir sem byggja sprotafyrirtækin upp safna sér viðamikilli reynslu og þekkingu sem skilar sér beint inn í nýsköpunarsamfélagið. Þá reynslu og þekkingu þarf að virkja næstu kynslóð sprotafyrirtækja til góða.

KLAK hefur í gegnum tíðina fengið til liðs við sig reynda frumkvöðla og sérfræðinga til að leiðbeina þeim sprotum sem taka þátt í verkefnum hjá KLAK. Þessi þjónusta KLAK var efld ennfrekar árið 2022 þegar KLAK skrifaði undir samstarfssamningi við MIT háskólann í Bandaríkjunum en skólinn hefur undanfarin 20 ár skipulega nýtt þjónustu mentora til að aðstoða frumkvöðla. Í ár varð svo mikilvægur áfangi í sögu KLAK-Icelandic startups þegar 126 reyndir íslenskir frumkvöðlar, sérfræðingar og stjórnendur í öflugustu fyrirtækjum landsins fengu þjálfun frá sérfræðingum MIT og gengu í kjölfarið til liðs við nýstofnaða mentoraþjónustu KLAK. Þessir aðilar eru reiðubúnir til að miðla af reynslu sinni og nýta sambönd sín til að flýta vegferð sprotanna. Á árinu hefur mentoraþjónusta KLAK skipulagt á þriðja hundrað mentorafundi þar sem tveir til fjórir mentorar taka höndum saman, mynda nokkurs konar ráðgjafaráð og hitta sprotafyrirtæki allt að sex sinnum í tengslum við verkefni KLAK. Þessi nýbreytni hefur gefið mjög góða raun.

Mikilvægi nýsköpunar hefur verið lengi þekkt en undanfarna áratugi hefur áhrifamáttur nýsköpunar orðið enn ljósari en áður þegar við horfum upp á hefðbundnar virðiskeðjur riðlast, sjáum íhaldsöm fyrirtæki visna og glæný grípa tækifærin sem myndast og framkalla þannig ómæld verðmæti. Við viljum ekki að öll slík tækifæri verði gripin af erlendum nýsköpunarfyrirtækjum. Við þurfum sem aldrei fyrr að ýta undir innlenda nýsköpun og aðstoða sprotafyrirtækin við að vaxa út í heim. Eftir árangur ársins ætti öllum að vera ljóst að þetta getum við og þannig getum við tryggt lykil að lífskjörum þjóðarinnar um alla framtíð.

Opening hours

Monday – Thursday from 06:00 – 22:30 Friday from 06:00 – 20:30 Saturday from 07:30 – 17:00 Sunday from 08:00 – 16:00

Parking

© Gróska ehf | 680515-1580

Business terms

Personal protection

© Gróska ehf | 680515-1580

Business terms

Personal protection

Product Offering

Community

About Gróska

Contact us

Gróska

Opening hours

Car parking

Product Offering

Community

About Gróska

Contact us

Gróska

Opening hours

Car parking

Services

Community

Contact us

Gallery

About Gróska

Services

Community

Contact us

Gallery

About Gróska