Blog

/

Blog

Úr 2 í 12

Úr 2 í 12

Úr 2 í 12

Blue Flower
Blue Flower
Blue Flower

PLAIO er ungt fyrirtæki sem er að hasla sér völl í lyfjageiranum. Hugbúnaðurinn frá PLAIO hjálpar lyfjafyrirtækjum að skipuleggja og hámarka afköst á framleiðslu sinni og sjá til að lyf skili sér til viðskiptavina á réttum tíma. Það helsta sem kerfið gerir fyrir lyfjafyrirtæki er þríþætt:


●        Sjálvirknivæðir framleiðsluferlið með það að markmiði að auka afköst og auka sparnað

●        Áætlar og sér um hráefnisinnkaup fyrir framleiðslu

●        Skipuleggur framleiðslu með því markmiði að hámarka nýtingu á forðum og tryggja að vörur séu afhentar á réttum tíma

 

PLAIO er í samtali við tugi erlendra lyfjafyrirtækja. Þau samtöl hafa staðfest að u.þ.b. níu af hverjum tíu lyfjafyrirtækjum gera áætlanir sínar í Excel. Vegna strangra reglugerða og af ýmsum öðrum ástæðum hefur lyfjageirinn verið lengi að tileinka sér nýja tækni. Það er þó að breytast og mörg fyrirtæki eru að hefja stafræna vegferð sem gjarnan er nefnd Pharma 4.0 innan lyfjageirans. Hugbúnaður PLAIO mun þar leika stórt hlutverk.


Coplanner

Gervigreind (AI) hefur verið mikið í umræðunni síðustu ár og ýmsar hagnýtingar verið kynntar til sögunar. AI er tilvalin til að sjálfvirknivæða og einfalda samskipti og notkun á upplýsingakerfum. PLAIO hefur verið að byggja upp AI tækni í sínum hugbúnaði með það að markmiði að hjálpa notendum við að taka betri ákvarðanir og gera áætlanir á sjálfvirkan máta.  Einnig notar PLAIO AI til að auðvelda samskipti milli notenda og hugbúnaðar og í gegnum spjallmenni, líkt og margir þekkja frá ChatGPT, geta notendur átt samskipti við kerfið. Hjá PLAIO köllum við þessa virkni Coplanner, en með honum er hægt að spyrja kerfið spurninga eins og til dæmis:

Scandik Apótek var að hringja og spyrja hvort við getum bætt inn pöntun upp á 5M taflna af lyfinu Rapiprozol fyrir 22. júlí á næsta ári. Er það mögulegt með einföldum breytingum á núverandi framleiðsluplönum?

Með hefðbundinni notkun á Excel hefði þetta þýtt tímafrekar breytingar á mörgum skjölum en með PLAIO Coplanner er hægt að spyrja spurninga og ekki einungis fá svar í texta heldur upplýsingar um þær breytingar sem þarf að framkvæma, skýrslur, samantektir eða hvað sem er verið að spyrja um.

Stofnun og fjármögnun

Fyrirtækið var stofnað um mitt árið 2021 af Jóhanni Guðbjargarssyni. Það fyrsta markverða sem gerðist í vegferðinni var að fyrirtækið fékk inn í Startup Supernova þá um sumarið, tíu vikna viðskiptahraðall sem  KLAK sér um. Þessi hraðall var leikbreytir fyrir PLAIO og á meðan honum stóð bættust við meðstofnendurnir Dr. Hlynur Stefánsson, Dr. Eyjólfur Ingi Ásgeirsson og Árni Hrannar Haraldsson. Fyrir árslok þessa fyrsta starfsárs var fyrirtækið búið að tryggja sér fjármögnun frá vísissjóðnum Frumtak upp á 300 milljónir og stuttu síðar bættist Dr. Agon við með 100 milljóna fjármögnun til viðbótar.

Fyrirtækið er staðsett í sprotasetri Grósku sem er sérstaklega hentugt upp á fjölbreytta möguleika varðandi hentug skrifstofurými. Í byrjun árs 2022 fór stofnendateymið á fullt við að móta starfsmannastefnu og byrja að ráða teymi sem væri tilbúið að taka þátt í þeirri hröðu uppbyggingu sem fyrirtækið vinnur að. Manuela Magnúsdóttir stýrir vöruþróun, Ólafur Pálsson viðskiptaþróun og Hildur Rún Guðjónsdóttir innleiðingum og þjónustu við viðskiptavini. 

Fjórar helstu kerfiseiningarnar - spár, gróf framleiðsluplönun, innkaup á hráefnum og framleiðslustýring

Sölur og skölun

Í dag starfa 12 manns hjá fyrirtækinu, einstaklega öflugt og skemmtilegt teymi. Við erum einnig mjög stolt af því að kynjahlutfallið er jafnt sem er ekki víða að finna við gerð hugbúnaðar.

Það má segja að í byrjun árs 2023 hafi sölu og markaðsstarf farið á fullt. Christian Hartvig var ráðinn yfir sölumálum í Evrópu og við erum í samstarfi við aðila erlendis sem eru að opna fyrir okkur dyr inn í lyfjafyrirtækin. Núna undir lok árs 2023 erum við komin með fimm viðskiptavini í evrópu sem eru að nota og borga fyrir kerfið. Það eru Coripharma á Íslandi, AGB og Camurus í Svíþjóð og Covis Pharma og MS Pharma í Sviss. Mánaðarlegar tekjur af hugbúnaðinum hafa tífaldast frá því í byrjun árs.

PLAIO er að mæta þörf sem er til staðar á stórum markaði lítilla og meðalstórra lyfjafyrirtækja í Evrópu, sem stefna á miklar fjárfestingar í stafrænni tækni á komandi árum. PLAIO fer vel af stað, og er í góðri stöðu til að vaxa hratt og ná að fylgja þeirri velgengni eftir.


Jóhann Guðbjargarson

CEO Plaio

Opening hours

Monday – Thursday from 06:00 – 22:30 Friday from 06:00 – 20:30 Saturday from 07:30 – 17:00 Sunday from 08:00 – 16:00

Parking

© Gróska ehf | 680515-1580

Business terms

Personal protection

© Gróska ehf | 680515-1580

Business terms

Personal protection

Product Offering

Community

About Gróska

Contact us

Gróska

Opening hours

Car parking

Product Offering

Community

About Gróska

Contact us

Gróska

Opening hours

Car parking

Services

Community

Contact us

Gallery

About Gróska

Services

Community

Contact us

Gallery

About Gróska