Fróðleikur
/
Frétt
Frumkvöðlar og sprotar framtíðarinnar komu saman í Grósku hugmyndahúsi á kynningu Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni Íslands, á dögunum. Kynningin fór fram í göngugötu hússins þar sem tónlistarmaðurinn og rapparinn Daniil, sem var valinn nýliði ársins 2023 á Hlustendaverðlaununum, tryllti lýðinn.
800 áhugasamir háskólanemendur flykktust í Grósku til að kynna sér Gulleggið og starfsemi helstu bakhjarla þess, en íburðarmiklir básar fylltu göngugötuna. KLAK – Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu þessa stærstu vísindaferð hér á landi til að kynna Gulleggið 2024. Það var framkvæmdastjóri KLAK, Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir, sem setti viðburðinn í ár og það fyrir fullum hátíðarsal Grósku.
Meira um vísindaferðina hér: https://klak.is/rapparinn-daniil-tryllti-lydinn-i-grosku/