Gróðurhúsið hýsir samfélag sem hefur að markmiði að efla íslenska nýsköpun með því að hýsa og tengja sprotafyrirtæki í mismunandi atvinnugreinum saman á einni hæð. Gróðurhúsið leigir vinnuaðstöðu fyrir einstaklinga, lítil og meðalstór fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum.
Boðið er upp á mikinn sveigjanleika svo auðvelt sé að stækka eða minnka við sig rými enda erfitt fyrir fyrirtæki, sem eru að taka sín fyrstu skref, að skuldbinda sig eða sjá fyrir vöxt og þróun fyrirtækisins langt fram í tímann.
Meðal þeirra fyrirtækja sem eru með aðsetur í Gróðurhúsinu þessa stundina eru:
3H travel, 50 skills, Amaroq Minerals ltd, Arcanabio, Artic Fish, Ásbrú fasteignir, Basta, Beedle, Borealis, Code North, Datadwell, Datalab, Epiendo, Fiskeldi Austfjarða, Fjártækni og bókhald, Fjártækniklasinn, Fons Juris, Fractal 5, Fullt tungl, GBTH design, Genís, Horseday, Hugsmiðjan, Igloo, Instrument Ráðgjöf, Leikgleði ehf, Microsoft, Monerium, Myntkaup, Namó design, Omega, Pay Analytics, Plaio, Procura, Pure North, Skala Arkitektar, Snorri Guesthouse, Straumlind, Swap agency, Tulipop, Unimaze, Yay.
Viltu slást í hópinn?