Umsjónarmaður fasteigna
Gróska hugmyndahús, sem nú rís í Vatnsmýrinni, verður suðupottur nýsköpunar.Í Grósku geta öflug fyrirtæki af öllum stærðum þróað hugmyndir sínar í skemmtilegu umhverfi.Við erum að leita eftir laghentum umsjónarmanni fasteigna í fjölbreytt verkefni.
Viðkomandi starfsmaður hefur umsjón með húsinu með tilheyrandi verkefnum á borð við:
* Ábyrgð á daglegri húsvörslu og umsjón með byggingu.
* Umsjón með tæknikerfum s.s öryggis-, aðgangs-, loftræsti- og rafmagnskerfum.
* Verkstjórn og utan um hald þegar kemur að viðhaldi, sorphirðu og þrifum byggingar, húsbúnaðar og tækja.
* Samskipti um uppsetningu á fundarherbergjum & sölum fyrir ráðstefnur, viðburði eða almennt fundarhald
* Samskipti við leigutaka varðandi ofangreint.
* Umsjónarmaður fasteigna skal búa yfir framúrskarandi þjónustulund og færni til að eiga samskipti.
Umsóknarfrestur er til og með 12.nóvember 2020.
Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar og umsóknir sendar á vera@groska.is
