Fyrirlestrasalur Grósku hentar einstaklega vel fyrir ráðstefnur, fundi og fyrirlestra. Salurinn er með hallandi sætum og hægt er að sýna myndbönd á stóru sýningartjaldi. Fyrir framan salinn er opið rými við fallegan Gróðurvegg Grósku sem hentar vel fyrir ýmis konar móttökur og viðburði.
FYRIRLESTRAR OG VIÐBURÐIR
Opið rými í Grósku
Opna rýmið í Grósku býður uppá fjölbreytta aðstöðu fyrir móttökur, viðburði og sýningar.
Bílastæði og bílakjallari
Bílastæði eru í kjallara byggingarinnar. Inngangur er norðanmegin hússins og er aðkoma að bílastæðakjallara frá Sturlugötu inn á Torfhildargötu, milli Grósku og Íslenskrar Erfðagreiningar, en Torfhildargata leiðir þig beint inn í bílakjallarann.
Greitt er fyrir bílastæði á https://autopay.io. Nánari upplýsingar um autopay má finna hér: https://gulur.is/autopay
- Upplýsingar um bílastæði inni og við Grósku: https://gulur.is/
- Verðskrá: https://gulur.is/verdskra/
- Hafa samband: https://gulur.is/fyrirspurn/